fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. nóvember 2025 09:20

Frá London. Colin / Wikimedia Commons / CC BY-SA-4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í London rannsakar nú alvarlegt atvik þar sem leikmanni í ensku úrvalsdeildinni var ógnað með skotvopni í miðborginni.

Atvikið átti sér stað að kvöldi 6. september, þegar leikmaðurinn, sem er á þrítugsaldri og metinn á um 60 milljónir punda, var að ganga um með vini sínum.

Samkvæmt breskum fjölmiðlum var 31 árs gamall umboðsmaður í knattspyrnuiðnaðinum handtekinn síðar vegna gruns um að hafa notað byssu til að ógna og jafnframt verið grunaður um fjárkúgun og hótanir gagnvart vini leikmannsins.

Lögreglan gerði húsleit á heimili umboðsmannsins í Hertfordshire tveimur dögum síðar. Hann var látinn laus gegn tryggingu með því skilyrði að hafa engan samskipti við leikmanninn og honum tjáð að hann mætti ekki fara á æfingasvæði félagsins.

Umboðsmaðurinn hefur fengið tímabundið leyfi til að ferðast erlendis en verður að skila vegabréfi sínu til lögreglu við heimkomu.

Talsmaður lögreglunnar staðfestir að rannsóknin standi yfir og sagði jafnframt leikmanninn og félaga hans hafa komist burt frá atvikinu óhultir.

Að sögn heimildarmanns breskra fjölmiðla var leikmaðurinn hræddur eftir atvikið og hefur fengið stuðning frá vinum og félagi sínu.

„Þetta er mjög alvarlegt mál sem hefur vakið mikla athygli innan fótboltaheimsins,“ sagði heimildarmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“
433Sport
Í gær

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?

Sean Dyche brjálaður – Skoraði United ólöglegt mark í gær?