
Lögreglan í London rannsakar nú alvarlegt atvik þar sem leikmanni í ensku úrvalsdeildinni var ógnað með skotvopni í miðborginni.
Atvikið átti sér stað að kvöldi 6. september, þegar leikmaðurinn, sem er á þrítugsaldri og metinn á um 60 milljónir punda, var að ganga um með vini sínum.
Samkvæmt breskum fjölmiðlum var 31 árs gamall umboðsmaður í knattspyrnuiðnaðinum handtekinn síðar vegna gruns um að hafa notað byssu til að ógna og jafnframt verið grunaður um fjárkúgun og hótanir gagnvart vini leikmannsins.
Lögreglan gerði húsleit á heimili umboðsmannsins í Hertfordshire tveimur dögum síðar. Hann var látinn laus gegn tryggingu með því skilyrði að hafa engan samskipti við leikmanninn og honum tjáð að hann mætti ekki fara á æfingasvæði félagsins.
Umboðsmaðurinn hefur fengið tímabundið leyfi til að ferðast erlendis en verður að skila vegabréfi sínu til lögreglu við heimkomu.
Talsmaður lögreglunnar staðfestir að rannsóknin standi yfir og sagði jafnframt leikmanninn og félaga hans hafa komist burt frá atvikinu óhultir.
Að sögn heimildarmanns breskra fjölmiðla var leikmaðurinn hræddur eftir atvikið og hefur fengið stuðning frá vinum og félagi sínu.
„Þetta er mjög alvarlegt mál sem hefur vakið mikla athygli innan fótboltaheimsins,“ sagði heimildarmaðurinn.