

Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart hefur sagt frá óvenjulegri rútínu sinni áður en hann mætir í hlutverk sérfræðings í Match of the Day.
Hart, sem vann ensku úrvalsdeildina tvisvar með Manchester City, hóf störf í sjónvarpi eftir að hann hætti ferlinum árið 2024. Hann vakti athygli á EM sama ár fyrir líkamsstöðu sína þegar hann greindi leiki fyrir BBC.
Í viðtali við Stick to Cricket spurði fyrrverandi fyrirliði Englands í krikket, Michael Vaughan.
„Er það satt að þú sitjir á gólfinu allan daginn á laugardögum og sunnudögum þegar þú undirbýrð þig fyrir Match of the Day?“
Hart, 38 ára, svaraði: „Já, ég geri það. Þetta tók tíma því maður þarf að láta eins og maður sé eðlilegur fyrst, en svo lærir fólk að þekkja þig. Ég byrjaði á þessu á EM þegar ég var að vinna í litlum rýmum. gólfið er einfaldlega minn þægilegasti staður.“
Hann viðurkenndi einnig að það tengdist aðeins bakverkjum.