fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. nóvember 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir Paul Scholes, Alicia, skrifaði fallega og tilfinningaþrungna færslu á samfélagsmiðlum eftir að faðir hennar opnaði sig um sambandið við son sinn, Aiden, sem er með einhverfu.

Fyrrverandi leikmaður Manchester United sagði í þættinum Stick to Football að hann hefði dregið sig í hlé frá vinnu til að verja meiri tíma með 20 ára syni sínum, sem sé nú í forgangi í lífi hans.

Alicia, 24 ára, hrósaði föður sínum á Instagram fyrir hugrekki sitt og óeigingirni. „Ég þekki engan sem hatar að tala um sjálfan sig meira en þú! Ég get aðeins ímyndað mér hvað það var erfitt að tala um Aidie og raunveruleika sem er mjög, mjög erfiður. Þú hefur alltaf sett okkur börnin í fyrsta sæti og samt náð að vinna ótrúlega mikið og áorka öllu sem þú hefur gert. Það er ótrúlegt,“ sagði Alicia.

Hún bætti við: „Það sem ég er stoltust af er að vera dóttir þín. Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga.“

Fyrrverandi liðsfélagi Scholes hjá Manchester United, David Beckham, svaraði færslunni með orðunum: „Fullkomin orð um einstakan föður þinn.“

Alicia, sem leikur í netbolta, hefur átt farsælan feril og vann Netball Super Cup með London Pulse í júlí 2025, fyrsta titil félagsins í sögu þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira