
Ofurtölvan hefur stokkað spilin eins og aðra mánudaga og spáir hún því áfram að topplið Arsenal vinni ensku úrvalsdeildina þægilega þetta tímabilið.
Arsenal er með sex stiga forskot á toppnum eins og er og spáir tölvan því að forskotið verði átta stig þegar uppi er staðið. Liverpool, Manchester City og Chelsea fylgja þar á eftir og eru örugg með Meistaradeildarsæti.
Manchester United gæti fylgt þeim þangað samkvæmt tölvunni, en liðinu er spáð fimmta sæti, sem getur gefið þátttökurétt í deild þeirra bestu.
West Ham, Burnley og Wolves er spáð falli niður í B-deildina. Hér að neðan er spáin eins og staðan er.
