Stuðningsmenn á samfélagsmiðlum hafa verið í hálfgerðu áfalli eftir að móðir nýjustu stjörnu Meistaradeildarinnar, Sherhan Kalmurza, steig fram á netinu.
Kalmurza, aðeins 18 ára gamall markvörður Kairat Almaty, mætti Real Madrid í síðustu viku. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig fimm mörk þar af þrennu frá Kylian Mbappé, vakti hann athygli, þó ekki eingöngu fyrir frammistöðuna.
Móðir hans, Saule Rabayeva, birti tilfinningaþrunginn stuðningspóst á samfélagsmiðlum. „Þú ert bestur, sonur minn! Ég er svo stolt. Þú gerðir allt sem þú gast. Fyrir mér ert þú sterkastur. Fram undan eru miklir möguleikar. Ekki gefast upp. Ég er alltaf með þér og trúi á þig.“
Það sem vakti þó hvað mesta athygli var útlit Rabayeva margir héldu að hún væri systir markvarðarins. „Bíddu aðeins – er þetta móðirin? Haha,“ skrifaði einn.
Annar sagði: „Það er engin leið að þetta sé móðir hans.“
„Hún lítur út fyrir að vera um tvítugt, og hann er 18 ára,“ bætti þriðji við.
Rabayeva hefur nú orðið nokkurs konar áhrifavaldur með nærri 40 þúsund fylgjendur á Instagram.
Kalmurza er aðeins þriðji yngsti markvörður Meistaradeildarsögunnar og þrátt fyrir níu mörk í tveimur leikjum hefur hann varið ellefu skot. aðeins tveir hafa varið fleiri.