Omar Bravo fyrrum knattspyrnumaður frá Mexíkó hefur verið handtekinn í heimalandi sínu og er grunaður um kynferðisbrot gegn barni.
Þessi 45 ára gamli fyrrum framherji spilaði 66 landsleiki fyrir Mexíkó. Hann kom við sögu á HM 2006.
Hann er sakaður um að hafa kynferðisbrot gegn stúlku á táningsaldri, eru um að ræða nokkur brot gegn sama einstaklingi.
Saksóknari segir að Bravo sé einnig grunaður um fleiri brot frá fyrri tíð.
Bravo er einn besti sóknarmaður í sögu Mexíkó en hann lék lengst af með Guadalajara í heimalandinu og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins.