fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Carragher hjólar fast í forrráðamenn Bayern fyrir þetta

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. október 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher lét ekki sitt eftir liggja þegar hann gagnrýndi framkvæmdastjóra Bayern München, Karl-Heinz Rummenigge, harðlega fyrir ummæli hans um Nick Woltemade, nýjan framherja Newcastle.

Newcastle náði að klófesta hinn 23 ára Woltemade í sumar eftir mikla baráttu við Bayern og greiddi Stuttgart metfé, um 65 milljónir punda fyrir leikmanninn. Kaupin opnuðu fyrir draumaflutning Alexander Isak til Liverpool fyrir 125 milljónir punda.

Þrátt fyrir að Woltemade hafi byrjað vel í enska boltanum með tvö mörk í fyrstu þremur leikjunum kallaði Rummenigge Newcastle „heimskingja“ fyrir að samþykkja verð Stuttgart og sakaði þýska félagið um óásættanlegar kröfur.

Carragher brást við í umræðu hjá Sky Sports eftir 2-0 sigur Newcastle á Nottingham Forest. „Mér líkar mjög vel við Woltemade og þegar ég sá þessi ummæli varð ég reiður, og ég styð ekki einu sinni Newcastle. Þetta er brandari. Aðili frá virðingarverðu félagi eins og Bayern á ekki að tala svona um annan þýskan leikmann. þetta er ótrúlega óvirðulegt,“ sagði Carragher.

„Ég vona innilega að þessi strákur troði þessum orðum ofan í hann og miðað við byrjunina í úrvalsdeildinni, þá lítur það út fyrir að hann geri það.“

Síðan þá hefur Woltemade skorað tvö mörk til viðbótar bæði í Meistaradeild og deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Martin rekinn eftir hörmulegt gengi – Gerrard gæti tekið við

Martin rekinn eftir hörmulegt gengi – Gerrard gæti tekið við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tómas Þór segir að kjánalegt yrði að velja ekki Eið Smára ef möguleikinn er fyrir hendi

Tómas Þór segir að kjánalegt yrði að velja ekki Eið Smára ef möguleikinn er fyrir hendi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Furða sig á háu miðaverði í Vesturbænum – „Helvíti vel í lagt“

Furða sig á háu miðaverði í Vesturbænum – „Helvíti vel í lagt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ödegaard dregur sig úr hópnum

Ödegaard dregur sig úr hópnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

City staðfestir launahækkun og lengri samning

City staðfestir launahækkun og lengri samning
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ósáttur með framkomu Manchester United – Hættu að bjóða honum góðan daginn

Ósáttur með framkomu Manchester United – Hættu að bjóða honum góðan daginn