fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. október 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Már Jónsson, sem hóf störf sem dómarastjóri hjá KSÍ þann 1. júlí árið 2007, lætur af störfum um komandi áramót. Þóroddur Hjaltalín mun taka við stöðu dómarastjóra KSÍ frá og með 1. nóvember næstkomandi og vinna með Magnúsi fram að áramótum.

Þóroddur, sem hefur verið starfsmaður í dómaramálum á innanlandssviði hjá KSÍ síðan snemma árs 2022, á að baki langan feril sem knattspyrnudómari og eftirlitsmaður, á innlendum jafnt sem alþjóðlegum vettvangi, auk þess að hafa um skeið setið í stjórn KSÍ og gegnt formennsku í dómaranefnd. Á meðal verkefna Þórodds hjá KSÍ síðustu ár hafa verið stefnumótun í dómaramálum, fræðslu- og útbreiðslustarf og fjölgun dómara.

Samhliða þessari breytingu verða gerðar ákveðnar tilfærslur á verkefnum og skipulagi dómaramála á innanlandssviði og fljótlega verður ráðið í nýtt stöðugildi á sviðinu, en umsóknarfrestur þar rann út 15. október síðastliðinn.

Starfsmaðurinn sem ráðinn verður í nýja stöðugildið mun starfa á innanlandssviði með dómarastjóra og öðrum hjá KSÍ við að sinna almennri vinnu við dómaramál. Hann mun m.a. hafa umsjón með ferðatilhögun dómara, umsjón með búnaði dómara, aðstoða við niðurröðun á leiki, við skipulag námskeiða, við útgáfu námsefnis tengt dómaramálum og styðja félögin við fjölgun dómara.

Magnús Már, sem hefur staðið vaktina í rúmlega 18 ár, mun sem fyrr segir starfa hjá KSÍ fram að áramótum og láta þá af störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Blikar ætla að koma með yfirlýsingu í dag – „Staðráðnir í að taka frumkvæðið“

Blikar ætla að koma með yfirlýsingu í dag – „Staðráðnir í að taka frumkvæðið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Biður formlega um sölu frá Manchester United – Áhugi frá London

Biður formlega um sölu frá Manchester United – Áhugi frá London
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal reynir að losa sig við rækjusamlokustuðningsmenn með nýrri aðferð

Arsenal reynir að losa sig við rækjusamlokustuðningsmenn með nýrri aðferð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi

Dómsdagur eftir helgi og starfsöryggi lítið á Íslandi þetta haustið – Margir óttast örlög sín á meðan aðrir telja sig örugga í starfi
433Sport
Í gær

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra
433Sport
Í gær

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?

Halda því fram að útgjöldin í Garðabæ hafi aukist um 60 milljónir á milli ára – Er starf Jökuls í hættu?