Karlmaður sem réðst á Manchester United stuðningsmanninn Frank Ilett á Old Trafford hefur verið bannaður ævilangt frá leikjum félagsins, samkvæmt Daily Mail.
Ilett, sem er 29 ára og búsettur á Spáni, varð frægur á samfélagsmiðlum eftir að hann lýsti því yfir í október 2024 að hann myndi ekki klippa hárið sitt fyrr en United næði fimm sigrum í röð.
Meira
Óhugnanlegt myndband náðist um helgina – Réðst á manninn sem hefur ekki farið í klippingu lengi
Stimpingar hans við annan stuðningsmann fór þó úr böndunum þegar sá síðarnefndi greip í hár Ilett og togaði harkalega, áður en hann hraunaði yfir hann. Atvikið var tekið upp á myndband og vakti mikla athygli.
Manchester United hefur nú staðfest að maðurinn sem réðst á Ilett hefur verið settur í ævilangt bann frá Old Trafford.
United hefur unnið tvo leiki í röð í deildinni og vonast Illet til að liðið vinni þrjá enn svo hann geti skellt sér í klippingu.