Almugera Kabar, varnarmaður Borussia Dortmund, hefur lagt fram formlega beiðni um að yfirgefa félagið í janúarglugganum. Nokkur þýsk blöð, þar á meðal Bild, segja frá þessu.
Hinn 21 árs gamli Kabar vill fara á láni til annars félags eftir að hafa ekki fengið neinn spilatíma undir stjórn Niko Kovac á tímabilinu.
Brentford og nokkur önnur ensk félög hafa sýnt honum áhuga, en Dortmund hafnaði 20 milljóna evra tilboði frá Brentford í sumar þar sem félagið vill ekki selja leikmanninn varanlega.
Kabar var afar spennandi leikmaður á unglingsárunum og var til að mynda stór hluti af þýska U-17 ára landsliðinu sem varð Evrópu- og heimsmeistari. Hefur hann aðeins leikið með varaliði Dortmund á tímabilinu.