David Coote, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, hefur játað að hafa gert óviðeigandi myndband af 15 ára dreng.
Coote, sem er 43 ára, var ákærður í ágúst eftir rannsókn lögreglunnar í Nottinghamshire. Málið kom upp í kjölfar þess að hann var rekinn af PGMOL, samtökum enskra atvinnudómara, í desember síðastliðnum vegna ummæla um fyrrverandi knattspyrnustjóra Liverpool, Jurgen Klopp.
Hann játaði í dag fyrir rétti að hafa búið til hið óviðeigandi myndband í janúar 2020. Fer það í flokk A, sem er alvarlegasti flokkur í slíkum brotum.
Við rannsókn enska knattspyrnusambandsins og lögreglu fundust samskipti sem vöktu grunsemdir og síðar fannst myndbandið á fartölvu sem Coote hafði notað.
Coote mætir aftur fyrir dóm 11. desember, þar sem örlög hans verða ákveðin.