fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Þýski meistarinn klæddist íslenskri hönnun um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. október 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vincent Kompany, kanttspyrnustjóri Bayern Munchen, var klæddur í Vind jakkann frá íslenska fatamerkinu 66°Norður þegar hann stýrði Bæjurum til 3-0 sigurs á útivelli gegn Eintracht Frankfurt um helgina.

Kompany var áberandi í jakkanum á hliðarlínunni en Bayern hefur farið mjög vel af stað í þýsku Bundesligunni og unnið alla frystu 6 leiki sína á tímabilinu. Liðið varð þýskur meistari undir hans stjórn á síðustu leiktíð.

Kompany er hrifinn af Íslandi og hefur heimsótt landið en hann var áður stjóri Burnley og Jóhann Berg Guðmundsson spilaði einmitt undir hans stjórn hjá enska liðinu.

Kompany er einnig hrifinn af 66°Norður en hann hefur áður sést klæddur í fatnað frá íslenska fataframframleiðandanum.

Kompany er þar með kominn í flokk með danska knattspyrnustjóranum Thomas Frank sem klæðist oft jökkum og úlpum frá 66°Norður á hliðarlínunni í ensku úrvaldsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Martin rekinn eftir hörmulegt gengi – Gerrard gæti tekið við

Martin rekinn eftir hörmulegt gengi – Gerrard gæti tekið við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tómas Þór segir að kjánalegt yrði að velja ekki Eið Smára ef möguleikinn er fyrir hendi

Tómas Þór segir að kjánalegt yrði að velja ekki Eið Smára ef möguleikinn er fyrir hendi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Furða sig á háu miðaverði í Vesturbænum – „Helvíti vel í lagt“

Furða sig á háu miðaverði í Vesturbænum – „Helvíti vel í lagt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ödegaard dregur sig úr hópnum

Ödegaard dregur sig úr hópnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

City staðfestir launahækkun og lengri samning

City staðfestir launahækkun og lengri samning
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ósáttur með framkomu Manchester United – Hættu að bjóða honum góðan daginn

Ósáttur með framkomu Manchester United – Hættu að bjóða honum góðan daginn