fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Alonso biður Real Madrid að fylgjast með stöðu Wirtz eftir efiða byrjun á Anfield

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. október 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xabi Alonso, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur beðið forráðamenn félagsins um að fylgjast grannt með Florian Wirtz, samkvæmt heimildum frá spænska miðlinum Defensa Central.

Alonso þekkir vel til þýska miðjumannsins eftir farsælt samstarf þeirra hjá Bayer Leverkusen, þar sem Wirtz blómstraði undir stjórn Spánverjans. En upphafið hjá Liverpool hefur ekki farið eins vel af stað.

Wirtz hefur hvorki skorað né lagt upp mark í sínum fyrstu tíu leikjum fyrir Liverpool í öllum keppnum sem vekur athygli í ljósi þess að félagið greiddi 116,5 milljónir punda fyrir hann í sumar.

Samkvæmt fréttinni vill Alonso að Real Madrid haldi áfram að fylgjast með stöðu Wirtz, ef hann nær ekki að aðlagast lífinu á Englandi og fari að íhuga félagaskipti.

Það er þó ólíklegt að Liverpool samþykki að selja Wirtz minna en ári eftir að hafa greitt níu stafa upphæð fyrir hann en merki eru um að hlutirnir gangi ekki snurðulaust.

Wirtz, 22 ára, missti sæti sitt í byrjunarliði fyrir tapið gegn Chelsea um helgina, þar sem Liverpool laut í lægra haldi 2-1 á útivelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill samning hjá Liverpool sem endurspeglar mikilvægi hans

Vill samning hjá Liverpool sem endurspeglar mikilvægi hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jakob færir sig um set á Norðurlandinu

Jakob færir sig um set á Norðurlandinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tómas Þór segir að kjánalegt yrði að velja ekki Eið Smára ef möguleikinn er fyrir hendi

Tómas Þór segir að kjánalegt yrði að velja ekki Eið Smára ef möguleikinn er fyrir hendi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Stóri Ange pirraður í gær – Fór að ræða foreldra blaðamannsins

Myndband: Stóri Ange pirraður í gær – Fór að ræða foreldra blaðamannsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trúði ekki eigin augum vegna þess sem hún fann á Old Trafford – Sjáðu myndina

Trúði ekki eigin augum vegna þess sem hún fann á Old Trafford – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 2 dögum

Braut veðmálareglur í 252 skipti en fær vægan dóm

Braut veðmálareglur í 252 skipti en fær vægan dóm
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fremur hissa á brotthvarfi Heimis en vill nú þennan mann í hans stað

Fremur hissa á brotthvarfi Heimis en vill nú þennan mann í hans stað