Sæti Graham Potter í stjórastól West Ham er orðið ansi heitt eftir afleita byrjun á leiktíðinni.
West Ham hefur tapað fjórum af fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í næstneðsta sæti deildarinnar. Það er talið tímaspursmál hvenær Potter verður látinn taka poka sinn.
Þá er spurning hver tekur við. The Times segir fulltrúa West Ham þegar hafa tekið stöðuna á Nuno Espirito Santo, sem var rekinn frá Nottingham Forest á dögunum.
Þá orðar BBC Slaven Bilic óvænt við stöðuna. Yrði hann að öllum líkindum hugsaður sem kostur til skamms tíma, en hann náði fínum árangri sem stjóri West Ham frá 2015 til 2017. Bilic hefur einnig stýrt WBA og Watford á Englandi, en hann var síðast að störfum í Sádi-Arabíu.
Menn eins og Gary O’Neill, Sean Dyche og Michael Carrick eru þá einnig orðaðir við stöðuna.