fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta

433
Mánudaginn 22. september 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svartnætti í Vesturbænum, þegar fjórir leikir eru eftir í Bestu deild karla er liðið í fallsæti. Staðan er slæm og stuðningsmenn liðsins eru að missa trúna.

Mikael Nikulásson, sérfræðingur Þungavigtarinnar og harður stuðningsmaður KR er farin að óttast það versta eftir 4-2 tap gegn KA í gær.

„Það er bara þannig að KR spilar bara 2-3 deildar varnarleik, Óskar kemur í viðtali eftir leik og segir að Birnir Snær hafi gert mjög vel í öðru markinu. Það eru þrír KR-ingar í kringum hann, ég nenni ekki að ræða þriðja markið. Aron Þórður á miðjunni þegar þeir fá aukaspyrnu, þeir sofna allir. Það eru öll teikn á lofti að ég hafi mjög rangt fyrir mér og KR falli. Varnarleikurinn er hreinasta hörmung,“ sagði Mikael í Þungavigtinni í dag.

Mikael óttast að KR festist í Lengjudeildinni falli liðið þangað. „Ef Aron Sigurðarson, hann fer ef þeir falla og þá fara þeir ekki upp úr 1. deildinni. Hann heldur þessu liði á floti. Hvar væri KR án hans? Þeir væru fallnir.“

KR hefur fengið mikið af mörkum á sig í sumar sem hefur reynst dýrt. „Er Óskar að fara að bæta varnarleikinn í næstu leikjum, hvað á Óskar að gera? Þetta einbeitingarleysi í öðru og þriðja markinu, hvenær sérðu betri liðin gera þetta leik eftir leik? Þetta er bara 5. flokks varnarleikur hjá KR.“

KR getur komist upp úr fallsæti næstu helgi þegar liðið heimsækir ÍA. „Það er úrslitaleikur á Skaganum næstu helgi, ef KR tapar og Vestri tapar ekki fyrir ÍBV. Þá veit ég ekki hvað gerist. KR, Vestri og kannski Skaginn geta öll fallið í síðustu umferð.“

Mikael telur að grípa hefði þurft fyrr inn í hlutina í Vesturbænum. „Meðvirknin í Vesturbæ hefur verið svakaleg, þegar þeir tapa í júlí öllum þessum leikjum. Þegar það byrjaði, þá þurfti að setjast niður en þá brostu bara allir og sögðu að Óskar væri þarna og þetta væri KR. Þeir gleymdu sér, þeir eru komnir í fallsæti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KA staðfestir komu Diego Montiel

KA staðfestir komu Diego Montiel
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“

Heimir Hallgrímsson beðinn afsökunar á forsíðum miðla í Írlandi – „Heimir, þú átt þetta skilið. Ég biðst afsökunar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga

Hættir á samfélagsmiðlum – Hefur verið dæmdur eftir færslur þar sem hann líkti fólki við barnaníðinga