Hugo Ekitike fer vel af stað í búningi Liverpool og truflar verðmiðinn hann ekki.
Framherjinn kostaði Englandsmeistarana tæplega 80 milljónir punda er hann kom frá Frankfurt í sumar.
„Mér er alveg sama um verðmiðann,“ sagði hann, aðspurður út í hvort því fylgi pressa.
„Ég einbeiti mér bara að mínum leik. Aðrir geta talað um hversu mikið ég kostaði, það er bara eins og það er. Fótboltinn hefur breyst.“
Ekitike hefur sem fyrr segir byrjað vel með Liverpool, skorað þrjú mörk og lagt upp eitt í fyrstu fimm leikjum sínum í úrvalsdeildinni.