Knattspyrnugoðsögnin Jose Mourinho segir það hafa komið sér á óvart að fá stjórastarfið hjá Benfica á þessum tímapunkti.
Mourinho var ráðinn stjóri Benfica á dögunum eftir brottrekstur Bruno Lage. Sjálfur hafði Mourinho verið rekinn úr stjórastarfinu hjá Fenerbahce í Tyrklandi skömmu áður.
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá bjóst ég við að snúa aftur til Portúgal, en til að taka við landsliðinu,“ segir Mourinho.
„Mér hefur áður verið boðið að taka við landsliðinu en á þeim tíma gat ég ekki samþykkt það. Mér myndi finnast það eðlilegt eftir ferilinn sem ég hef átt að þjálfa landsliðið. En endurkoman til Portúgal verður hjá Benfica, risastóru félagi.“
Mourinho stýrði Benfica um stutt skeið í kringum aldamótin og gerði svo auðvitað garðinn frægan með Porto einnig í heimalandinu.