Arsenal er að vinna í því að landa Piero Hincapie, varnarmanni Bayer Leverkusen, á lokadögum félagaskiptagluggans.
Hinn 23 ára gamli Hincapie getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður. Gæti hann komið inn í hóp Arsenal í stað Jakub Kiwior, sem nú er sterklega orðaður við Porto.
Klásúla er í samningi Hincapie upp á 52 milljónir punda og vill hann ólmur fara áður en glugganum verður lokað um mánaðarmótin. Arsenal vill helst fá hann á láni með kaupskyldu næsta sumar en félögin funda nú af kappi um hugsanleg skipti.
Arsenal hefur eytt yfir 200 milljónum punda í leikmenn og virðist ekki hætt. Þá vinnur félagið að því að selja einnig.
🚨🔴⚪️ Arsenal are now in direct talks with Bayer for Piero Hincapié deal after personal terms agreed.#AFC preference for loan with obligation as deal now depends on structure to be approved or not by Leverkusen.
🔄 If Hincapié deal can be agreed, Kiwior can join FC Porto. pic.twitter.com/K2O2ven7xB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 28, 2025