Ferill vængmannsins Allan Saint-Maximin er á hraðri niðurleið en hann var um tíma einn skemmtilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Saint-Maximin spilaði með Newcastle frá 2019 til 2023 en hélt svo til Al Ahli í Sádi Arabíu og var síðar lánaður til Fenerbahce.
Frakkinn virðist vera búinn í Evrópuboltanum en hann er að skrifa undir fjögurra ára samning í Mexíkó.
Club America í Mexíkó er samkvæmt mörgum miðlum að tryggja sér leikmanninn fyrir 12 milljónir evra.
Saint-Maximin er enn aðeins 28 ára gamall en hann stóðst ekki væntingar hjá Al Ahli og heldur ekki Fenerbahce.