Eiginkona Conor Coady hefur tjáð sig um ákvörðun eiginmanns síns að skrifa undir samning við lið Wrexham í næst efstu deild Englands.
Coady hefur lengi spilað í efstu deild en hann hefur nú yfirgefið Leicester og kemur til Wrexham á frjálsri sölu.
Coady spilaði í næst efstu deild í vetur en hann er þekktur leikmaður í úrvalsdeildinni og þá fyrir tíma sinn hjá Wolves.
Þessi 32 ára gamli Englendingur tekur heldur betur óvænt skref en hann mun reyna að hjálpa Wrexham að komast í efstu deild.
Hann á að baki 10 landsleiki fyrir England en eiginkona hans, Amie, viðurkennir að skrefið hafi komið fjölskyldunni á óvart.
,,Þetta var heldur betur óvænt en við erum afskaplega spennt!“ skrifaði Amie á Instagram.
,,Eins og þeir segja, þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar og við erum svo tilbúinn fyrir þessa áskorun.“
,,Við erum meira en stolt af þessu og hann mun fá okkar stuðning alla eilífð.“