Uli Hoeness, goðsögn Bayern Munchen, var um helgina fluttur á sjúkrahús eftir að hafa tekið þátt í góðgerðarleik í golfi.
Frá þessu greina þýskir fjölmiðlar en Hoeness er 73 ára gamall og er heiðursforseti Bayern í dag.
Hann er einnig fyrrum leikmaður félagsins en hann lék yfir 300 leiki frá 1970 til ársins 1979.
Hoeness hefur fengið leyfi til að snúa aftur heim en hvað nákvæmlega átti sér stað er ekki tekið fram.
Hoeness er í stjórn Bayern og er þekktur víðs vegar um Evrópu en hann hefur einbeitt sér að fótbolta allt sitt líf.
Vonandi mun goðsögnin ná sér að fullu en einhverjir orðrómar eru í gangi um að hann hafi fundið fyrir hjartsláttartruflunum á golfvellinum.