Amad Diallo hefur tjáð sig um félagaskipti Marcus Rashford til Barcelona en þeir voru saman hjá Manchester United.
Rashford er vissulega enn samningsbundinn United en hann er við það að ganga í raðir Barcelona.
Diallo fékk óvænt spurningu um Rashford frá blaðamönnum en segir að hans ákvörðun og ferill sé ekki sitt vandamál.
Rashford er uppalinn hjá United og var lengi einn mikilvægasti leikmaður liðsins en er ekki inni í myndinni hjá Ruben Amorim, stjóra liðsins, í dag.
,,Það eina sem ég get sagt er að ég vona að honum gangi vel, ég einbeiti mér að sjálfum mér og United,“ sagði Amad.
,,Þetta er ekki mitt vandamál. Það eina sem ég hugsa um er hvernig liðið spilar saman og ég einbeiti mér að því.“