Gabriel, varnarmaður Arsenal, er spenntur fyrir því að fá sænska sóknarmanninn Viktor Gyokores til félagsins.
Það er ekki víst að Gyokores verði leikmaður Arsenal í vetur en hann er þó sterklega orðaður við félagið.
Gabriel hefur mætt Gyokores með Arsenal en sá síðarnefndi leikur með Sporting í Portúgal og spiluðu liðin leik í Meistaradeildinni 2024-2025.
Gabriel segist vera aðdáandi leikmannsins og að það hafi verið erfitt verkefni að stöðva hann í þó 5-1 sigri.
,,Auðvitað, þegar við spiluðum gegn honum þá var það mjög erfitt verkefni,“ sagði Gabriel.
,,Við vitum í dag að hann er frábær leikmaður og hann átti stórkostlegt tímabil í vetur.“