David Ornstein greinir frá því að Manchester United sé búið að gera nýtt tilboð í Bryan Mbeumo sóknarmann Brentford.
Ornstein er afar áreiðanlegur og segir að United hafi boðið 65 milljónir punda plús fimm milljónir punda í bónusa.
Þetta er sú upphæð sem Brentford hefur beðið um en þetta er þriðja tilboð United í Mbeumo.
Mbeumo hefur hafnað bæði Newcastle og Tottenham í sumar og látið vita að hann vilji fara til United.
Líklegt er talið að félögin nái saman núna en United vill klára kaupin fyrir æfingaferð til Bandaríkjana.
🚨 EXCLUSIVE: Manchester United make improved bid to sign Bryan Mbeumo from Brentford. New offer for 26yo forward worth £65m fixed + £5m add-ons. #MUFC awaiting #BrentfordFC response as they work to close deal for Cameroon int’l & top target @TheAthleticFC https://t.co/lStJ9k1fch
— David Ornstein (@David_Ornstein) July 17, 2025