Fyrsta tilboði Liverpool í Hugo Ekitike framherja Frankfurt hefur verið hafnað en félögin halda áfram að ræða saman.
Frankfurt vill fá meira 80 milljónir evra fyrir franska framherjann sem er 23 ára gamall.
Það virðist því verða ljóst að Liverpool telur sig ekki geta fengið Alexander Isak frá Newcastle og setja því stefnuna á Hugo Ekitike.
Fabrizio Romano og David Ornstein fjalla um málið og segja að viðræður félaganna haldi áfram. Ekitike vill fara til Liverpool.
Newcastle hafði skoðað það að kaupa Ekitike en félagið hefur bakkað frá því og er nú farið að skoða aðra framherja.
🚨 Liverpool advancing in talks to sign Hugo Ekitike from Eintracht Frankfurt. Negotiations for 23yo #SGE forward progressing on package worth in excess of €80m. France youth int’l wants #LFC so personals no issue. W/ @SebSB @JamesPearceLFC @TheAthleticFC https://t.co/MwQ60vHNsR
— David Ornstein (@David_Ornstein) July 17, 2025