fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. maí 2025 10:31

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru töluvert meiri líkur á því í dag að Richarlison verði hluti af brasilíska landsliðshópnum sem spilar á HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Frá þessu greina margir miðlar og þar á meðal brasilískir en Richarlison er leikmaður Tottenham á Englandi.

Richarlison fagnaði sigri með Tottenham í Evrópudeildinni í vikunni en hann kom við sögu í 1-0 sigri á Manchester United.

Sóknarmaðurinn hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit með Tottenham síðustu mánuði en á heldur betur möguleika á að komast á HM vegna komu Carlo Ancelotti.

Ancelotti er stjóri Real Madrid í dag en hann mun taka við brasilíska landsliðinu eftir tímabilið og stýra því á stórmótinu á næsta ári.

Ancelotti er sagður vera mikill aðdáandi Richarlison en þeir þekkjast ágætlega eftir að hafa unnið saman hjá Everton á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning