Lauryn Goodman, fyrrum hjákona og barnsmóðir knattpyrnumannsins Kyle Walker á ein af ummælum ársins á miðlinum The Upshot, sem fjallar meira og minna um málefni íþróttamanna utan vallar.
Walker hefur mikið verið í umræðunni fyrir framhjáhald sitt. Ár er síðan eiginkona hans Annie Kilner sparkaði honum af heimili þeirra eftir að Goodman tjáði honum að þau ættu von á öðru barni sínu saman. Á þeim tímapunkti átti Walker þrjú börn með Kilner, nú fjögur.
Walker mætti svo með syni sína sem hann á með Kilner á völlinn er enska landsliðið mætti því brasilíska í mars á þessu ári. Vildu einhverjir meina að þetta væri eins konar yfirlýsing en Walker hafði þvertekið fyrir samband sitt við Goodman.
Goodman vildi þó ekki eyða of miklum tíma í að spá í þessu athæfi hans og samkvæmt heimildamanni Mirror á hún að hafa sagt: „Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega.“
Eru þessi ummæli einmitt valin sem ein af ummælum ársins á The Upshot, sem sér gamansömu hliðina á flestum málum.