fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Óskar Hrafn tjáir sig um samstarfið við Ólaf sem var sagt stormasamt – „Snerist ekki um það að við höfum unnið mikið eða lítið saman“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. desember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson ræddi samstarf sitt við Ólaf Kristjánsson, sem mikið var í umræðunni í fyrra, í viðtali við Hjörvar Hafliðason, Dr. Football.

Óskar, sem í dag er þjálfari KR, var þjálfari Blika og Ólafur yfirmaður knattspyrnumála. Ólafi var sagt upp á miðju tímabili 2023 og hvarf Óskar á braut um haustið.

Mikið fjölmiðlafár var í kringum Kópavoginn á þessum tíma og því haldið fram að Óskar og Ólafur hafi náð illa saman í starfi.

„Það snerist ekki um það að við höfum unnið mikið eða lítið saman. Þetta snerist fyrst og fremst um það að ég upplifði að það vantaði nákvæma skilgreiningu á starfi yfirmanns knattspyrnumála. Mögulega vantaði Óla líka umboð til þess að klára hluti,“ sagði Óskar í Dr. Football.

Hann viðurkennir að hann og Ólafur hafi ekki alltaf verið sammála.

„Ég kann rosalega vel við Óla Kristjáns og ber mikla virðingu fyrir honum. Jú, jú, við erum báðir skapmenn og rifumst eins og gengur þegar menn eru með ástríðu en það risti aldrei djúpt.

Ég held að stærsti hlutinn af þessu sé að það er búin til staða sem er ekki nægilega vel skilgreind og tólin sem Óli fær í hendurnar voru bara ekki nægileg til að hann gæti sinnt þessu starfi almennilega,“ sagði Óskar enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Emil Pálsson ráðinn til Blika

Emil Pálsson ráðinn til Blika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri
433Sport
Í gær

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja