Harry Maguire er vongóður um að skrifa undir nýjan samning við Manchester United fyrr en síðar.
Samningur miðvarðarins rennur út eftir leiktíðina, en hann hefur verið á mála hjá United síðan 2019.
„Ég hugsa ekki mikið út í það en það eru jákvæð teikn á lofti eins og er. Þau samtöl sem við höfum átt eru mjög góð,“ segir Maguire, sem virðist sáttur á Old Trafford.
Hinn 31 árs gamli Maguire hefur komið við sögu í níu leikjum United það sem af er tímabili.