Crystal Palace hefur mikinn áhuga á því að fá Mykhailo Mudryk kantmann Chelsea á láni í janúar. Enskir miðlar segja frá.
Mudryk hefur verið hjá Chelsea í tæp tvö ár án þess að finna taktinn neitt sérstaklega vel.
Mudryk er 23 ára kantmaður frá Úkraínu en Chelsea lagði mikið á sig til að fá hann.
Hjá Palace fengi hann tækifæri til að byrja alla leiki og koma ferli sínum aftur á flug.
Mudryk var mjög eftirsóttur þegar Chelsea fékk hann en Arsenal hafði lengi verið að eltast við hann áður en Chelsea setti seðlana á borðið.