fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
433Sport

Hrakfarir dómarans halda áfram – Reyndi að skipuleggja eiturlyfjapartý á meðan hann var mættur til að dæma

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. nóvember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem David Coote dómari úr ensku úrvalsdeildinni glími við nokkra fíkn þegar kemur að eiturlyfjum. Í vikunni birtist myndband af Coote að taka kókaín.

Coote var að dæma á Evrópumótinu í sumar þegar myndband af honum að moka í nefið á sér.

Nú greinir vinur hans frá því að í október á þessu ári hafi Coote verið að reyna að skipuleggja gott eiturlyfjapartý.

Það sem gerir málið kannski slæmt er að Coote var að gera þetta rétt fyrir leik og í hálfleik á leik sem hann var að dæma.

Um er að ræða leik Tottenham og Manchester City í enska deildarbikarnum sem fram fór 30 október.

„Á leikdegi var hann alltaf að senda mér og vildi skipuleggja eiturlyfjapartý eftir leik,“ segir vinur hans við ensk blöð.

„Hann bókði hótel bara rétt fyrir leik, hann sendi mér svo meðal annars skilaboð ellefu mínútum fyrir leik. Þetta var klikkun.“

„Ég horfði á leikinn í sjónvarpi og sá hann og Erling Haaland þarna saman bara, sá norski var á bekknum.“

„Þegar ég fékk skilaboð frá honum í hálfleik var ég hissa, hann átti að einbeita sér að leiknum en ekki gleðskap.“

Þegar leiknum lauk nennti vinurinn ekki að fara að skemmta sér. „Ég nennti þessu ekki þarna, hann var brjálaður þar sem hann hafði borgað hótelið.“

UEFA Hefur hafið rannsókn á hegðun Coote og hefur enska dómarasambandið sett Coote í bann en það tengist einnig orðum hans um Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag

Umboðsmaður Rashford fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðræður við Partey hafnar

Viðræður við Partey hafnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi

Ekkert til í tíðundunum á Spáni – Skrifar undir á Englandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“

Árni tókst á við Mána og gagnrýndi Moggann – „Við Íslendingar förum alltaf í það í þessari forræðishyggju okkar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?

Óvænt strax aftur til Englands í sumar?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu

Framtíð De Gea í óvissu – Samningsboð á borðinu