Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United hefur farið illa af stað á þessari leiktíð, hann er að komast í dauðafæri en ekki að klára þau.
Fernandes hefur fengið þrjú dauðafæri sem Opta skilgreinir sem færi sem á að skora úr, hann hefur ekki skorað neitt úr þeim.
Bruno hefur tekið sautján skot að marki á þessu tímabili en enginn leikmaður í bestu deildum Evrópu hefur tekið fleiri tilraunir.
Bruno á enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en ljóst er að miðjumaðurinn frá Portúgal hefur oft spilað betur.
United mætir Twente í Evrópudeildinni í kvöld og tekur svo á móti Tottenham í ensku deildinin á sunnudag.
Bruno Fernandes this Premier League season 📊 pic.twitter.com/mRfXBT56Gu
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 25, 2024