

Ben Chilwell bakvörður Chelsea hefur ennþá séns á að komast burt frá félaginu en ljóst er að hann fær ekkert að spila á þessu tímabili.
Enzo Maresca ákvað að taka Chilwell og fleiri og henda þeim út úr æfingahópi Chelsea og æfa þeir einir.
Félagaskiptaglugginn í Tyrklandi lokar 13 september og því er tími til stefnu til að komast þangað.

Fenerbache er liðið sem vill fá Chilwell en þar er stjórinn Jose Mourinho fyrrum þjálfari Chelsea.
Ferdi Kadioglu vinstri bakvörður Fenerbache var seldur til Brighton á dögunum og vill félagið því fá inn mann.
Chilwell myndi hitta marga fyrrum leikmenn úr enska boltanum hjá Fenerbache en þar eru meðal annars Fred og Sofyan Amrabat sem voru hjá Manchester United.