

Liverpool skoðaði það í sumar að kaupa Victor Osimhen framherja Napoli en félagið hætti við eftir stutt samtal.
Corriere dello Sport á Ítalíu fjallar um málið nú þegar félagaskiptaglugginn hefur lokað.
Liverpool leist ekki á launapakka Osimhen hjá Napoli sem nú virðist sitja fastur hjá félaginu.
Osimhen var með tilboð frá Sádí Arabíu og Chelsea á lokadegi gluggans en hvorugt gekk upp. Glugginn í Sádí lokar í kvöld og því er ekki útilokað að eitthvað gerist.
Osimhen er launahæsti leikmaður Napoli en ítalska félagið er ósátt með hann og ákvað að hafa hann ekki í hóp fyrir tímabilið. Því er staða Osimhen afar flókin.