

Al Ittihad lagði fram 29,5 milljóna punda tilboð í Leandro Trossard kantmann Arsenal en því var hafnað.
Times segir frá þessu en félagaskiptaglugginn í Sádí Arabíu lokar í kvöld.
Trossar er í huga Arsenal algjör lykilmaður og er ekki til sölu nú þegar félagaskiptaglugginn er lokaður á Engladni.
Al Ittihad er því að fara að kaupa Galeno frá Porto sökum þess að Trossard var ekki til sölu.
Al Ittihad er eitt besta lið Sádí Arabíu en þar má finna Karim Benzema, Fabinho og fleiri góða.