fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Jón Gnarr segir frá því þegar faðir landsliðsmanns varð reiður út í hann – „Við værum að hæðast að honum og nafninu hans“

433
Fimmtudaginn 23. maí 2024 21:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóni Gnarr, grínista og forsetaframbjóðanda, tókst eitt sinn að pirra pabba landsliðsmanns í fótbolta með spaugi í þætti þeirra Sigurjóns Kjartanssonar, Tvíhöfða.

Jón segir frá þessu í Blökastinu, þar sem hann fer yfir víðan völl. Þá barst það í tal þegar fólk hefur móðgast yfir gríni Jóns í gegnum tíðina en einn af þeim er faðir fyrrum landsliðsmannsins og knattspyrnuþjálfarans Helga Kolviðssonar.

Þetta var þegar Jón og Sigurjón fóru í liðinn „Smásálin“ þar sem Jón leikur hlustendur sem hringja inn og eru oftar en ekki heldur skrautlegir.

„Sigurjón sagði að það væri Smásál eftir 30 sekúndur. Ég hleyp fram og fer að fletta einhverjum blöðum. Þar er grein um knattspyrnumanninn Helga Kolviðsson. Ég vissi ekkert um þetta. Mér fannst bara fyndið að vera Kolviðsson,“ rifjar Jón upp.

Helgi Kolviðsson og Heimir Hallgrímsson.

„Svo tók Sigurjón inn fyrsta hlustanda og ég sagði: „Já góðan daginn, Kolviður heiti ég. Veistu ekki hver Helgi Kolviðsson er? Það er sonur minn. Ég kann að búa til fótboltastráka.“ Eitthvað svona bull.“

Jón segir svo að því næst hafi Sigurjón spurt hann hvernig maður færi að því að búa til svona öfluga fótboltastráka.

„Maður gefur honum pylsur. Þegar hann var lítill strákur fékk hann ekkert nema pylsur,“ rifjar Jón upp að hafa sagt.

Það urðu þó eftirmál í kjölfarið á þessu gríni.

„Pabbi hans (Helga Kolviðssonar) var að hlusta á þetta og varð svona ofboðslega reiður af því við værum að hæðast að honum og nafninu hans. Þarna þurfti að biðja afsökunar en það var auðvitað enginn illur ásetningur,“ segir Jón, léttur í bragði.

Helgi Kolviðsson spilaði alls 30 A-landsleiki fyrir Íslands hönd á sínum tíma. Hann varð síðar aðstoðarþjálfari liðsins og fór til að mynda með því á HM í Rússlandi 2018. Einnig hefur hann þjálfað landslið Liechtenstein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Í gær

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu