Báðir voru þeir mikið í umræðunni í síðustu viku í sigri Vals á Breiðabliki í Bestu deildinni. Gunnar Oddur var þar fjórði dómari og spilaði þar sinn þátt í því að Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, yrði rekinn út af með sitt annað gula spjald fyrir að svara Halldóri Árnasyni, þjálfara Blika.
Arnar varð öskuillur í kjölfarið og lét dómara leiksins heyra það. Uppskar hann sjálfur rautt spjald að lokum.
„Ég fór á Óbærilegan léttleika knattspyrnunnar á fimmtudagskvöldið. Það var skemmtilegt andrúmsloft í salnum fyrir sýningu því þarna voru mættir Arnar Grétarsson og Gunnar Oddur fjórði dómari,“ sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, í útvarpsþætti síðunnar á X-inu á laugardag.
Elvar sagði þá félaga ekki hafa setið nálægt hvor öðrum. Tómas Þór Þórðarson var með Elvari í setti að vanda og sló á létta strengi.
„Þarna á náttúrulega bara einhver að setja þá saman,“ sagði hann.
Fréttin var uppfærð eftir ábendingar frá fólki sem var í salnum.
Meira
Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend