Erik ten Hag stjóri Manchester United er í brekku og ætti að vera nokkuð meðvitaður um að starf hans er í hættu.
4-0 tap gegn Crystal Palace á mánudag hefur orðið til þess að flestir telji að Ten Hag verði rekinn.
Daily Mail segir að allt sé í klessu í klefanum hjá United, þar segir að leikmenn séu hættir að hlusta á hollenska stjórann.
Þannig taka leikmenn liðsins ekki lengur mark á honum og það gæti á endanum kostað hann starfið.
Ten Hag er á sínu öðru ári með liðið en eftir ágætt fyrsta tímabil hefur svo sannarlega hallað undan fæti.