Piero Ausilio, yfirmaður knattspyrnumála hjá Inter, hefur tjáð sig um Albert Guðmundsson en hann hefur verið orðaður við stórliðið.
Albert er á mála hjá Genoa og er að fara á kostum á þessari leiktíð. Hann er kominn með 13 mörk í Serie A.
Í kjölfarið hefur Albert verið orðaður við stórlið og auk Inter hefur Tottenham til að mynda verið nefnt til sögunnar.
„Joshua Zirkzee og Albert Guðmundsson eru tveir frábærir leikmenn með mikil gæði. Það þýðir samt ekki að við munum kaupa þá. Við verðum með fjóra framherja á næstu leiktíð, ekki fimm,“ segir Ausilio.
Zirkzee, sem hann nefnir einnig, er leikmaður Bologna sem einnig er að eiga frábært tímabil.