fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
433Sport

Þetta er ákvæðið í samningi Arnars – Málsvörn KA byggði á því að Arnar hefði verið óheiðarlegur í viðræðum við Val

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar líkur eru á því að KA muni áfrýja dómi Héraðsdóms Norðurlands frá því í gær, þar var félaginu gert að greiða fyrrum þjálfara sínum, Arnari Grétarssyni væna summu. 433.is hefur fengið þetta staðfest úr herbúðum KA en félagið hefur fjórar vikur til að taka endanlega ákvörðun. Áfrýji KA dómnum fer málið til Landsréttar.

KA var dæmt til að greiða Arnari fyrrum þjálfara liðsins tæpar 11 milljónir auk dráttarvaxta Arnar stefndi KA á síðasta ári vegna þess að hann taldi sig eiga inni fjármuni hjá félaginu, tengdist það því að Arnar kom liðinu í Evrópu.

Arnar var þjálfari KA sumarið 2022 þegar KA tryggði sig inn í Evrópukeppni, Arnari var hins vegar vikið úr starfi þegar lítið var eftir af mótinu. KA bygði málsvörn sína á því en ákvæði í samningi Arnars og KA varð til þess að héraðsdómarinn dæmdi Arnari sigur í málinu.

Ávæðið í samningnum:

„Tryggi KA sér þátttökurétt fær þjálfari sem nemur 10% af allri þeirri fjárhæð sem félag fær greitt frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppni. Þetta á eingöngu við það fjármagn sem er vegna leikjanna, en nær ekki til ferðagreiðslna eða þeirra greiðslna sem eru óháðar leikjum í Evrópukeppni.“

Krafa Arnars:

Arnar og lögmaður hans settu fram kröfur sínar í málinu en dómarinn í málinu taldi útilokað að hægt væri að flokka greiðslurnar sem launagreiðslur og að KA ætti að greiða með þeim orlof.

„Stefnandi krefst þess aðallega að stefnda verði dæmt til greiðslu skuldar vegna ógreiddra launa og orlofs að fjárhæð 13.569.088 krónur auk 4% iðgjalds í lífeyrissjóði og 4% iðgjalds í séreignalífeyrissjóð, auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2023 til greiðsludags,“ var fyrsta krafa Arnars en dómari málsins taldi það of mikið.

Arnar gerði aðra kröfu um 85 þúsund evrur í greiðslu en það var krafan sem var til þrautavara sem var samþykkt. „Að stefnda verði dæmt til greiðslu fjárkröfu að fjárhæð EUR 58.399 auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. október 2023 til greiðsludags.“

Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson. Mynd: DV/KSJ

Krafa KA í málinu og málsvörn:

KA krafðist þess að vera sýknað í öllum kröfum stefnanda en til vara að krafa stefnandaverði lækkuð verulega.

Lögmaður Arnars hafði samband við Sævar Pétursson framkvæmdarstjóra KA í ágúst á síðasta ári en fékk enginn svör. Því var farið í það senda innheimtubréf.

„Sendi stefnandi innheimtubréf 5. október 2023. Svar barst frá lögmanni stefnda 10. október 2023 þar sem kröfu stefnanda var hafnað á þeim grunni að orðalag niðurlagsákvæðis samningsins ætti eingöngu við þegar þjálfari væri raunverulega að stýra liðinu þegar árangur næðist. Stefnandi hafi ekki stýrt stefnda í þeim fimm leikjum er leiknir voru í úrslitakeppni Bestu deildarinnar, sem að mati félagsins hafi m.a. ráðið úrslitum um það hvaða lið tryggðu sér þátttökurétt í Evrópukeppni. Þá hafi stefnandi ekki átt þátt í því að liðið komst alla leið í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar sumarið 2023. Bauð stefnda stefnanda greiðslu miðað við að félagið hafi unnið sér rétt til þátttöku í fyrstu umferð Evrópukeppninnar á meðan samningur aðila var enn í gildi. Var því hafnað af hálfu stefnanda,“ segir í málsvörn KA um málið.

KA telur að Evrópusætið hafi langt því frá verið tryggt þegar Arnari var vikið úr starfi. „Stefnandi hafi ekki stjórnað liðinu er það hafi unnið sér rétt til þátttöku í Evrópukeppninni. Stefnandi hafi komist að munnlegu samkomulagi við Val í september 2022 um að taka við þjálfun og stjórn liðs meistaraflokks karla í knattspyrnu. Á sama 4 tíma hafi KA verið í beinni samkeppni við Val um að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppni. Verði þetta að teljast brot á trúnaðar- og tillitskyldu sem verði leidd af samningssambandi aðila auk þess sem stefnandi hafi reynt að fá lykilleikmenn- og starfsfólk stefnda með sér til Vals.“

KA segir að Arnar hafi ekki lengur verið þjálfari liðsins þó hann hafi vissulega verið á launaskrá. „Við þessar aðstæður hafi stefnda ekki talið samrýmast trúnaðar- og ábyrgðarstörfum stefnanda sem þjálfara KA að hann stýrði liðinu áfram. Á þessum aðstæðum hafi stefnandi borið ábyrgð. Hafi því verið tekin ákvörðun um að stefnandi myndi ekki stýra liðinu í úrslitakeppninni, heldur annar þjálfari, Hallgrímur Jónasson. Hafi hann upp frá því verið þjálfari liðsins samkvæmt almennum skilningi sem leggja verði í það orð. Enginn vafi sé á því að þegar stefnandi hafi verið leystur undan starfsskyldum sem þjálfari liðsins hafi knattspyrnulið stefnda ekki verið búið að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppni og stefnandi því ekki áunnið sér rétt til árangurstengdra greiðslna. Stefnandi hafi hins vegar haldið launagreiðslum samkvæmt samkomulagi aðila til loka umsamins samningstíma 31. október 2022.“

Þessari málsvörn var héraðsdómur ósammála og dæmdi Arnari sigur í málinu sem að öllum líkindum fer nú á næsta dómstig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“

Kristján Óli lét gamminn geisa en fékk svar frá formanninum – „Þetta gæti orðið ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ótrúleg upprifjun af heimsfrægri stjörnu – Viðstöddum brugðið er hann skellti klámmynd í tækið

Ótrúleg upprifjun af heimsfrægri stjörnu – Viðstöddum brugðið er hann skellti klámmynd í tækið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum undrabarnið orðað við Liverpool – Forsetinn tjáir sig

Fyrrum undrabarnið orðað við Liverpool – Forsetinn tjáir sig
433Sport
Í gær

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts

Settu tilraunir sínar á ís vegna dómsmáls Alberts
433Sport
Í gær

Þarf líklega að bíða í ár eftir draumaskiptunum

Þarf líklega að bíða í ár eftir draumaskiptunum
433Sport
Í gær

Höfnuðu fyrsta tilboðinu í Olmo

Höfnuðu fyrsta tilboðinu í Olmo
433Sport
Í gær

Sjáðu myndband frá svakalegri uppákomu í Bandaríkjunum í nótt – Stjörnurnar slógust

Sjáðu myndband frá svakalegri uppákomu í Bandaríkjunum í nótt – Stjörnurnar slógust