fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2024
433Sport

Inter búið að funda með umboðsmanni Alberts og samkomulag sagt nálgast – Undirbúa formlegt tilboð

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. maí 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskir fjölmiðlar eru ekki alveg sammála um það hvort Inter eða Juventus sé að leiða kapphlaupið um Albert Guðmundsson landsliðsmann Íslands í knattspyrnu.

Albert er eftirsóttur biti eftir magnaða frammistöðu með Genoa á þessu tímabili.

Gazetta segir að inter sé búið að funda með umboðsmanni Alberts og ná munnlegu samkomulagi við hann um kaup og kjör Alberts.

Félagið er nú að undirbúa formlegt tilboð í Albert en félagið þarf að byrja á því að taka til í hópnum sínum og fjármálum áður en það verður gert.

Gazetta segir að Genoa vilji 30-35 milljónir evra fyrir Albert en Inter telur að hann geti komið inn sem lykilmaður. Segir í umfjöllun að mögulega komi Albert á láni til Inter í eitt ár en með klásúlu um að Inter verði að kaupa hann ári síðar.

Aðrir miðlar segja að Juventus sé að leiða baráttuna en bæði Inter og Juventus vilja bjóða Genoa leikmenn í skiptum til að lækka fjárhæðina sem félögin þurfa að leggja út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tottenham tilbúið að selja Richarlison til að fjármagna kaup á öflugum sóknarmanni

Tottenham tilbúið að selja Richarlison til að fjármagna kaup á öflugum sóknarmanni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kompany sagður horfa til Manchester City varðandi fyrstu kaup sín

Kompany sagður horfa til Manchester City varðandi fyrstu kaup sín
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Uppljóstrar því hvað leikmenn Arsenal borða til að fá orku – Segir þetta hafa breytt leiknum sínum

Uppljóstrar því hvað leikmenn Arsenal borða til að fá orku – Segir þetta hafa breytt leiknum sínum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Borgaði rúma 2 milljarða fyrir nýja heimilið sitt

Borgaði rúma 2 milljarða fyrir nýja heimilið sitt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar Þór og félagar borga 450 milljónir fyrir Andra – Mun feta í fótspor pabba og afa

Arnar Þór og félagar borga 450 milljónir fyrir Andra – Mun feta í fótspor pabba og afa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno með rosalegt tilboð frá Sádi – Vill nýjan samning hjá United en það er ekki í boði eins og er

Bruno með rosalegt tilboð frá Sádi – Vill nýjan samning hjá United en það er ekki í boði eins og er
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rooney og Lampard semja á sama stað

Rooney og Lampard semja á sama stað
433Sport
Í gær

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kompany nær samkomulagi við Bayern

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kompany nær samkomulagi við Bayern
433Sport
Í gær

Segir allar líkur á að Ten Hag verði rekinn – Þessir þrír komi til greina

Segir allar líkur á að Ten Hag verði rekinn – Þessir þrír komi til greina