Carlos Tevez þjálfari Independiente í Argentínu var fluttur með hraði á sjúkrahús í Buenos Aires í gærkvöldi vegna verks í brjósti.
Óttast var að Tevez væri að fá hjartaáfall en félag hans staðfestir að hann dvelji nú á sjúkrahúsi.
Tevez er fertugur fyrrum knattspyrnumaður sem lék meðal annars með Manchester United og Manchester City.
Hann átti mörg ansi góð ár í boltanum en Tevez var vinnusamur framherji með auga fyrir marki.
Verkurinn fyrir brjósti hjá TEvez er talinn tengjast stressi frekar en að hjartað sé að gefa sig en hann fer í nánari skoðanir í dag.