fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Ummæli Mourinho um hetju helgarinnar eldast ansi vel

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. apríl 2024 14:00

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho hafði alltaf trú á því að Xabi Alonso yrði góður knattspyrnustjóri. Það sést þegar viðtal við hann síðan 2019 er rifjað upp.

Alonso er stjóri Bayer Leverkusen og um helgina tryggði liðið sér þýska meistaratitilinn þó fimm umferðir séu eftir. Um leið lauk ellefu ára einokun Bayern Munchen á titilinn í Þýskalandi.

Leverkusen hefur ekki tapað á tímabilinu og er nú búið að spila 43 leiki án þess að tapa, sem er það mesta í evrópskri knattspyrnusögu.

Getty

Alonso er eftirsóttur stjóri en hefur þegar staðfest að hann verði hjá Leverkusen áfram.

Sem fyrr segir hafði reynsluboltinn Mourinho, sem þjálfari Alonso hjá Real Madrid, alltaf trú á honum í þessu hlutverki.

„Faðir Xabi Alonso var knattspyrnustjóri svo hann fékk svipað uppeldi og ég. Svo varð hann leikmaður og varð auðvitað miklu betri en ég. Hvernig hann staðsetti sig og þekking hans á leiknum var í heimsklassa,“ sagði Portúgalinn í viðtali árið 2019.

„Hann spilaði á Spáni, Englandi og Þýskalandi, var þjálfarður af Guardiola hjá Bayern, mér og Ancelotti hjá Real Madrid og Benitez hjá Liverpool. Þegar þú setur þetta allt saman hefur Xabi allt til að verða mjög góður þjálfari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi