fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Segir tíðindin algjört áfall fyrir landsliðið og bendir á söguna – „Þannig virkar þetta þegar þú ert í íslenska landsliðinu“

433
Mánudaginn 25. mars 2024 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum varð ljóst að Arnór Sigurðsson verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM vegna meiðsla. Þetta var rætt í hlaðvarpi Íþróttavikunnar en ljóst er að um mikið áfall er að ræða.

Arnór varð fyrir ljótri tæklingu í undanúrslitaleiknum sem leikmaður Ísraela uppskar rautt spjald fyrir. Svo varð ljóst að Arnór gæti ekki spilað gegn Úkraínu í Póllandi annað kvöld.

„Það var bara líkamsárás hvernig Ísraelinn jarðaði hann. Það var enginn vilji til að sækja boltann, bara meiða,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í þættinum.

„Mér finnst algjört áfall að missa Arnór. Mér fannst hann með betri mönnum í síðasta leik. Það var mjög jákvæð ára yfir honum, hann var að peppa varnarlínuna sem var í smá rugli í byrjun, sinnti varnarhlutverkinu sínu gríðarlega vel. Það er mikill söknuður af honum,“ sagði Helgi áður en Hörður tók til máls á ný.

„Maður hefur séð það á síðustu tveimur árum að hann hefur lært að vera landsliðsmaður. Hann er ómhemju duglegur varnarlega.“

„Kantmennirnir okkar þegar okkur hefur gengið hvað best hafa alltaf verið þrælduglegir varnarlega,“ skaut Helgi inn í.

„Þetta er bakvörður númer 2. Þannig virkar þetta þegar þú ert í íslenska landsliðinu,“ sagði Hörður að endingu um málið.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“