Brian Brobbey, framherji Ajax, er ekki á leið til Manchester United, ekki strax allavega.
Þetta sagði leikmaðurinn sjálfur í viðtali. Brobbey vann með Erik ten Hag, núverandi stjóra United, hjá Ajax á sínum tíma.
„Ég sá fréttirnar en ég verð áfram í Amsterdam,“ sagði Brobbey sem útilokaði þó ekki að eitthvað gæti gerst seinna meir.
Brobby hefur heillað með Ajax á þessari leiktíð og er kominn með 15 mörk í 26 leikjum í öllum keppnum.
Talið er að Ten Hag vilji framherja til stuðnings við Rasmus Hojlund sem gekk í raðir United fyrir mikinn pening síðasta sumar.