fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Eiður Smári sendir dulda pillu í hitamálið – „Ég allavega mæti ekki nema að ég byrji inná…“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. mars 2023 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen hefur sent væna pillu inn í umræðuna í kringum Albert Guðmundsson og val á honum í landsliðið. Albert er ekki í hópnum núna og sagði Arnar Þór Viðarsson að hann væri ekki til í að vera á sömu forsendum og aðrir.

Albert Guðmundsson hefur hingað til ekki viljað ræða málefni landsliðsins og samskipti sín við Arnar Þór Viðarsson en faðir hans Guðmundur Benediktsson gaf út yfirlýsingu um málið í dag. Frændi hans, Albert Brynjar Ingason hefur einnig farið yfir sögu málsins en leikmaðurinn sjálfur hefur kosið að láta kjurt liggja.

Meira:
Harðorð yfirlýsing frá Gumma Ben – Sakar Arnar um að ráðast á son sinn og gera lítið úr honum

„Er bara einn af mínum drengjum í A-landsliði karla í fótbolta??!! Hvaða andsk rugl,“ skrifar Eiður Smári á Twitter.

Andri Lucas Guðjohnsen sonur hans er í hópnum en Sveinn Aronn Guðjohnsen sonur hans er ekki í hóp en hann hefur undanfarið átt fast sæti í hópnum.

Meira:
Albert segir söguna eins og Albert sér hana í máli málanna – „Að hann líti of stórt á sig og væri of góður með sig“

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, segir að Albert Guðmundsson hafi ekki verið til í að koma inn í landsliðshópinn eftir að honum var tjáð að hann yrði ekki í byrjunarliði í komandi landsleik gegn Bosníu.

„Bara smá pabbarant en allavega er uppáhalds barnið mitt þarna😂 Ég allavega mæti ekki nema að ég byrji inná…..,“ skrifar Eiður og vitnar í þá umræðu um að Albert hafi ekki viljað mæta í landsliðið nema eiga öruggt sæti í byrjunarliðinu.

Eiður Smári var þjálfari landsliðsins til að byrja með ásamt Arnari Þór en Jóhannes Karl Guðjónsson tók við starfi hans á síðasta ári.

Guðmundur faðir Alberts segir málið ekki eins einfallt og þjálfarinn teiknar það upp og kom syni sýnum til varnar í dag. „Þess má líka geta að Albert hefur aldrei tjáð sig um þjálfarann og persónuna AÞV þrátt fyrir ótal tækifæri til að fara í leðjuslaginn sem AÞV virðist elska og fjölmiðlar apa upp eftir honum. Ég kalla þetta leikþátt og ég stend við það þar sem ég er þess fullviss að AÞV hafði engan áhuga á að velja Albert en taldi sig nauðbeygðan þar sem Alberti hefur gengið vel á Ítalíu að undanförnu.“ sagði Guðmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri
433Sport
Í gær

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029