fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
433Sport

Beckham opnar sig – Segist sjá mikið eftir þessari ákvörðun

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. maí 2025 19:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham hefur nefnt það sem hann sér mest eftir á sínum knattspyrnuferli en það átti sér stað í Bandaríkjunum á sínum tíma.

Beckham var þá nýkominn til LA Galaxy þar í landi eftir frábæra tíma í Evrópu og var gerður að fyrirliða liðsins um leið.

Landon Donovan, einn besti leikmaður í sögu Bandaríkjanna, var fyrirliði Galaxy en þurfti að skila bandinu eftir komu þess enska.

Beckham sér eftir því að hafa farið í gegn með þessi skipti og hefði frekar viljað að Donovan yrði áfram fyrirliði liðsins.

,,Þegar ég mætti fyrst til Los Angeles þá var Landon Donovan fyrirliði liðsins,“ sagði Beckham við CBS.

,,Eigandi félagsins kom að mér og sagði: ‘Ég vil að þú verðir fyrirliðinn.’ Ég svaraði neitandi, að Landon Donovan væri fyrirliðinn.“

,,Viku seinna þá kom hann aftur að mér og sagðist hafa rætt við Landon, að honum væri alveg sama þó ég myndi taka við bandinu.“

,,Ég ræddi við Landon og hann sagði að þetta væri ekkert vandamál, svo fékk ég bandið. Þetta er það sem ég sé eftir, ég hefði aldrei átt að taka það af Landon.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selur hlut sinn og Palace vonast til að fá að vera með

Selur hlut sinn og Palace vonast til að fá að vera með
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar héldu utan í dag – Myndir

Stelpurnar okkar héldu utan í dag – Myndir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn Manchester United gjörsamlega trylltir eftir að leikmaður liðsins birti þessa mynd

Stuðningsmenn Manchester United gjörsamlega trylltir eftir að leikmaður liðsins birti þessa mynd
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja greiða vel fyrir manninn sem fékk leið á Sádí eftir stutta dvöl – Einnig áhugi frá Englandi

Vilja greiða vel fyrir manninn sem fékk leið á Sádí eftir stutta dvöl – Einnig áhugi frá Englandi
433Sport
Í gær

Sjáðu hreint ótrúleg tilþrif í Hafnarfirðinum í dag

Sjáðu hreint ótrúleg tilþrif í Hafnarfirðinum í dag
433Sport
Í gær

Íbúar í litlu samfélagi harmi slegnir í kjölfar fregna um andlát fjölskyldumanns

Íbúar í litlu samfélagi harmi slegnir í kjölfar fregna um andlát fjölskyldumanns