fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Fréttir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 12. maí 2025 11:00

Aðgerðin fór fram á landamærum 10 ríkja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Svíþjóð greinir frá risastórri alþjóðlegri aðgerð sem tengist Íslandi. 57 hafa verið handteknir.

Aðgerðin fór fram á Íslandi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Þýskalandi. 57 voru handteknir, þar af 22 í Svíþjóð.

Leitað var á 20 þúsund einstaklingum og í 15 þúsund bílum, flestum í Eystrasaltsríkjunum. Tilgangurinn var að finna og uppræta skipulagða glæpastarfsemi, þjófnað og smygl yfir landamæri á svæðinu.

Alls voru gerðir upptækir munir að verðmæti 11 milljónum sænskra króna, eða nærri 150 milljónum íslenskra króna. Einnig voru haldlögð nokkur kíló af ólöglegum fíkniefnum.

Að sögn Mikael Eliasson, fulltrúa sænsku lögreglunnar, sýnir aðgerðin að skipulögð glæpastarfsemi yfir landamæri sé umfangsmikil en að lögreglunni hafi tekist að trufla skipulagða þjófnaðarstarfsemi, fíkniefnasmygl og peningaþvætti.

Hafa um 100 kærur verið birtar og 300 sektir fyrir smærri glæpi. Þá voru 13 bílar stöðvaðir vegna þess að þeir innihéldu úrgang sem talinn var hættulegur og bannað að flytja á milli landamæra. Um 60 manns voru stöðvaðir á landamærum og meinuð aðganga á grundvelli innflytjendalöggjafar.

„Þegar við vinnum saman, bæði með sænskum yfirvöldum og samstarfsmönnum okkar í Evrópu, getum við truflað glæpi sem framdir eru yfir landamæri,“ segir í tilkynningunni. „Með því að taka muni af glæpmönnum getum við hindrað að þeir verði notaðir í nýja glæpi og gert þeim erfiðara um vik að hagnast á glæpum sínum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún tætir kæruna á hendur Þorgerði Katrínu í sig – „Þetta er aumkunarvert uppátæki“

Þórdís Kolbrún tætir kæruna á hendur Þorgerði Katrínu í sig – „Þetta er aumkunarvert uppátæki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umsáturseinelti og braut gegn nálgunarbanni á Vesturlandi – Hnýstist í samfélagsmiðla og átti samskipti í annars nafni á Smitten

Umsáturseinelti og braut gegn nálgunarbanni á Vesturlandi – Hnýstist í samfélagsmiðla og átti samskipti í annars nafni á Smitten
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Írönsku valdamennirnir lágu sumir í rúmum sínum þegar þeir voru sprengdir í loft upp

Írönsku valdamennirnir lágu sumir í rúmum sínum þegar þeir voru sprengdir í loft upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísrael og Íran á barmi styrjaldar eftir umfangsmikla árás Ísraels í nótt

Ísrael og Íran á barmi styrjaldar eftir umfangsmikla árás Ísraels í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dagur húðskammar Viðskiptaráð fyrir hræsni – Beiti sér að hörku gegn fjölskyldum sem hafi lítið á milli handanna

Dagur húðskammar Viðskiptaráð fyrir hræsni – Beiti sér að hörku gegn fjölskyldum sem hafi lítið á milli handanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu ekki erindi sem erfiði eftir að hafa sakað byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar um innrás í einkalífið

Höfðu ekki erindi sem erfiði eftir að hafa sakað byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar um innrás í einkalífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Karl Snæbjörnsson sviptur lækningaleyfi

Guðmundur Karl Snæbjörnsson sviptur lækningaleyfi