fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Manchester United bannar fjórum fjölmiðlum að mæta á blaðamannafund dagsins vegna umfjöllunar undanfarið

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. desember 2023 11:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester Evening News greinir frá því á vef sínum að fjölmiðlinum hafi verið bannað að mæta á blaðamannafund Erik ten Hag, stjóra Manchester United, af félaginu vegna umfjöllunnar um slæmt gengi liðsins undanfarið.

Þá segir Manchester Evening News að fjölmiðillinn sé einn af fjórum sem hefur verið meinað að mæta á fund dagsins sem kemur í aðdraganda leiks liðsins gegn Chelsea annað kvöld.

United hefur átt verstu byrjun á tímabili frá því félagið féll síðast úr efstu deild og hefur Manchester Evening News verið mjög gagnrýnið á stöðuna. United gefur upp að ástæðan fyrir banninu sé að fjölmiðillinn hafi ekki haft samband við félagið í tengslum við frétt sem fjallaði um að margir leikmenn United væru að missa trúna á Ten Hag.

Manchester Evening News segir einnig í grein sinni um bannið frá fundinum í dag að fjöldi blaðamanna hafi kvartað undan því að samskiptafulltrúi United, Andrew Ward, hafi meinað þeim að spyrja ákveðinna spurninga á blaðamannafundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood
433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid