fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Vonarstjarnan sem aldrei stóð undir væntingum segir frá stærstu eftirsjá sinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 25. desember 2023 12:00

Adu árið 2005. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freddy Adu átti eitt sinn að verða næsta stórstjarna fótboltans. Hann varð yngsti atvinnuíþróttamaður sögunnar árið 2003, þá 14 ára gamall. Bandaríkjamaðurinn stóð hins vegar aldrei undir væntingum.

Ungur að árum var Adu líkt við Pele og fór hann til að mynda á reynslu hjá Manchester United.

Árið 2007 hélt hann til Evrópu og skrifaði undir hjá Benfica en hlutirnir gengu aldrei upp og var hann lánaður víða á fjórum árum sínum þar. Fyrst fór hann á láni til Monaco.

„Ég vonaðist til að öðlast meiri stöðugleika í öðru liði en það var röng ákvörðun. Fyrir mér er þetta mesta eftisjáin á ferlinum. Ég var ekki nógu þroskaður til að höndla allar freistingarnar á tíma mínum hjá Monaco,“ sagði Adu í viðtali á dögunum.

„Það kom niður á leik mínum. Ég kenni engum um nema mér sjálfum. Ég ákvað að fara, enginn sagði mér að gera það,“ sagði Adu sem sér eftir að hafa ekki verið lengur hjá Benfica til að berjast fyrir sæti sínu.

Adu flakkaði svo víða á ferlinum, fór til að mynda til Svíþjóðar og Finnlands áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2021, 32 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt